Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Súðavík

Íbúar Súðavíkur hafa undanfarin ár staðið í ströngu við enduruppyggingu bæjarins eftir snjóflóð, sem féll kl. 06:25 hinn 16. janúar 1995. Fjórtán fórust og tólf var bjargað..

Í Súðavík hefur risið ný byggð, sem býður þjónustu í nýjum og glæsilegum húsum skammt frá gamla bænum, sem verðugt er að skoða. Atvinnulífið er í blóma og tekjur með því hæsta sem gerist á landinu.

Tjaldsvæðið er staðsett ofan til við Samkomuhúsið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu. Útsýnið af tjaldsvæðinu er víðáttumikið og stórbrotið með sýn á fjallið Kofra í vestur inn Álftafjörðinn og Kambsnesið í austri, ásamt því að hafa í augsýn eyjuna Vigur sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Súðavíkurhrepps.

Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Sturta
Rafmagn
Veitingahús
Golfvöllur

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Súðavík
Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmör…
Vigur
Vigur er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á  lengd og tæpir 400 m á breidd. Í Vigur er eit…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )