Íbúar Súðavíkur hafa undanfarin ár staðið í ströngu við enduruppyggingu bæjarins eftir snjóflóð, sem féll kl. 06:25 hinn 16. janúar 1995. Fjórtán fórust og tólf var bjargað..
Í Súðavík hefur risið ný byggð, sem býður þjónustu í nýjum og glæsilegum húsum skammt frá gamla bænum, sem verðugt er að skoða. Atvinnulífið er í blóma og tekjur með því hæsta sem gerist á landinu.
Tjaldsvæðið er staðsett ofan til við Samkomuhúsið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu. Útsýnið af tjaldsvæðinu er víðáttumikið og stórbrotið með sýn á fjallið Kofra í vestur inn Álftafjörðinn og Kambsnesið í austri, ásamt því að hafa í augsýn eyjuna Vigur sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Súðavíkurhrepps.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Sturta
Rafmagn
Veitingahús
Golfvöllur