Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Klaustri

Kirkubaer camping

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og Skaftárhreppi tengjast klausturhaldinu. Systrastapi, rétt vestur af Klaustri, er klettastapi þar sem talinn er vera legstaður tveggja nunna, sem voru brenndar á báli fyrir ýmsar syndir. Svæðið telst til merkustu sögustaða landsins og segja má að Klaustur og nágrenni geymi margar mestu náttúruperlur Íslands.

Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval. Stutt er í alla þjónustu.

Þjónusta í boði
Aðgangur að neti
Sundlaug
Salerni
Heitt vatn
Sturta
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir
Veitingahús
Eldunaraðstaða
Barnaleikvöllur
Kalt vatn
Hundar leyfðir
Farfuglaheimili
Rafmagn
Lýsing á aðstöðu
Tjaldsvæðið er rúmgott og mikill gróður í kring.

Á tjaldsvæðinu eru til leigu smáhýsi þar sem er svefnpokapláss fyrir fjóra. Bókið á heimasíðu tjaldsvæðisins.

Þjónustuhús er á staðnum þar sem er að finna eldhús, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, þurrkara, þvottasnúrur og tíu salerni. Aðgangur að rafmagni úti á svæðinu.

Wifi er í boði fyrir gesti.

Sundlaug, veitingastaðir og verslun i göngufæri frá tjaldsvæðinu.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Kirkjubæjarklaustur, Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapella sr. Jóns Steingrímssonar Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )