Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og Skaftárhreppi tengjast klausturhaldinu. Systrastapi, rétt vestur af Klaustri, er klettastapi þar sem talinn er vera legstaður tveggja nunna, sem voru brenndar á báli fyrir ýmsar syndir. Svæðið telst til merkustu sögustaða landsins og segja má að Klaustur og nágrenni geymi margar mestu náttúruperlur Íslands.
Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval. Stutt er í alla þjónustu.
Þjónusta í boði
Aðgangur að neti
Sundlaug
Salerni
Heitt vatn
Sturta
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir
Veitingahús
Eldunaraðstaða
Barnaleikvöllur
Kalt vatn
Hundar leyfðir
Farfuglaheimili
Rafmagn
Lýsing á aðstöðu
Tjaldsvæðið er rúmgott og mikill gróður í kring.
Á tjaldsvæðinu eru til leigu smáhýsi þar sem er svefnpokapláss fyrir fjóra. Bókið á heimasíðu tjaldsvæðisins.
Þjónustuhús er á staðnum þar sem er að finna eldhús, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, þurrkara, þvottasnúrur og tíu salerni. Aðgangur að rafmagni úti á svæðinu.
Wifi er í boði fyrir gesti.
Sundlaug, veitingastaðir og verslun i göngufæri frá tjaldsvæðinu.