Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Borgarfjörður Eystri

Náttúrufegurð er viðbrugðið og finna má merktar gönguleiðir um fjörðinn, til nærliggjandi dala og hinna fögru Víknaslóða.

Tjaldsvæðið Borgarfirði eystra
Tjaldsvæðið er opið frá 15. maí til 15. október.

Á svæðinu eru tvö þjónustuhús. Í öðru húsinu eru klósett með aðgengi fyrir fatlaða, og tvær sturtur. Það er selt í sturturnar úr sjálfsala og er verðið 400 kr. sem menn fá 4 mínútur fyrir (sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr. peningum). Í hinu húsinu er eldunaraðstaða og borðstofa sem tjaldsvæðis gestum er velkomið að nota. Einnig er þar afgreiðsluborð starfsmanna þar sem hægt er að finna upplýsingar um staðinn. Þar er þvottavél sem hægt er að borga 500 kr. fyrir notkun. Svo eru þvottasnúrur við húsin þar sem kjörið er að þurrka í góðu veðri.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )