Tjaldsvæði á Hvolsvelli
Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á Hvolsvelli og annars staðar í Rangárþingi eystra, hvort sem er gisting í sumarbústöðum, á hótelum, tjaldsvæði eða góðar veitingar. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Keldur og aðrir sögustaðir Njálu, Hallgeirsey, Seljalandsfoss, manngerðir hellar, Hekla, Tindfjöll, Oddi, Þingskálar og Gunnarsholt. Sjá nánar áhugaverðir staði og afþreyingu.
Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er gamalgróið svæði með tveimur aðstöðuhúsum. Annað er með uppvöskunaraðstöðu og salernum, ásamt einfaldri eldunaraðstöðu.
Bóka þarf að bóka fyrirfram til að tryggja plás!!!
Þjónusta í boði
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Losun skolptanka
- Salerni
- Sturta
- Gönguleiðir
- Aðgangur að neti
- Sundlaug
- Barnaleikvöllur
- Hundar leyfðir
- Rafmagn
Rútuáælun í Þórsmörk
og Skógar
Vegalengdin frá Reykjavík er um 105 km.