Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þyrill

Þyrill er fjall (388m) og bær við innanverðan Hvalfjörð. Nafn fjallsins er talið dregið af miklum  sviptivindum, sem oft gera vart við sig. Í fjallinu finnast margar sjaldgæfar tegundir geislasteina (zeolit), s.s. epistibit, sem hefur aðeins fundizt í þremur löndum.

Þorsteinn gullknappur, sem drap Hörð Grímkelsson, bjó að Þyrli (Harðarsaga og Hólmverja). Mörg örnefni á þessu svæði koma fyrir í Harðarsögu. Helga, kona Harðar, synti í land úr Geirshólma með tvo syni sína nóttina eftir að Hörður og aðrir Hólmverjar höfðu verið drepnir og tók land í Skipalág austan Helguhóls. Hún kleif fjallið og fór um Helguskarð og flúði til mágkonu sinnar í Skorradal. Austar í fjallinu er Indriðastígur, þar sem Indriði bóndi á Indriðastöðum í Skorradal fór niður að Þorsteini gullknappi til að hefna fyrir víg Harðar.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Hvalfjörður
Ferðavísir Kjósarhreppur Hvalfirði Reykjavík 15 km <Kjósarhreppur Hvalfirði>Akranes 34 km,   Borgarnes 60 km , Húsafell 117 km um Bæjarsveit…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )