Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þykkvabæjarkirkja

HÁBÆJARKIRKJA
Þykkvabæjarkirkja er í Oddaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Hábær er í Þykkvabæ, en talið er að  Þykkvibærinn sé byggður í landi hans. Kirkja var flutt þangað frá Háfi 1914. Gamli kirkjugarðurinn olli talsverðum umræðum, því að gamla fólkið vildi að allir yrðu grafnir þar áfram til að allir gætu risið upp þaðan saman á dómsdegi. Prestssetrið var flutt að Þykkvabæ 1952 og fékk nafnið Kirkjuhvoll. Útkirkjur þess eru í Kálfholti, þar sem prestssetrið var áður, og í Árbæ.

Kirkjan, sem nú stendur í Þykkvabæ er nýtízkuleg, stílhrein og líkist píramída. Hún var byggð 1967-1972. Ragnar Emilsson var húsameistari. Hún er úr steinsteypu með timburlofti, þar sem safnaðarstarf fer fram. Í kirkjunni er skírnarskál frá 1686 (var áður í Háfskirkju). Gréta Björnsson málaði skírnarsáinn, sem kirkjan fékk að gjöf 1953. Altarið prýðir róðukross úr tré og leirvasar eftir Magnús Pálsson. Kaleikur og patina eru frá 1865 (Sigurður Vigfússon). Jón O. Guðmundsson smíðaði númeraspjaldið 1928-29. Skriðljós úr tré frá 1789. Kirkjuklukkurnar tvær eru frá 1787 og hin líklega eldri. Þær voru báðar í Háfskirkju áður. Í núverandi kirkjugarði fundust forn kuml og vopnaleifar.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )