Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þverárkirkja, Laxárdal

Þverárkirkja er í prestakalli Grenjaðarstaðar í Þingeyjarprófastsdæmi. Þverá er bær og kirkjustaður í  . Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Pétri postula. Núverandi kirkja er úr höggnu móbergi með kalklími. Jón Jóakimsson, bóndi á Þverá byggði hana 1878. Grjótið var flutt austan úr heiðinni, handan Laxár, þegar hún var ísi lögð Kirkjugarðurinn er umhverfis hana og hlaðinn að mestur úr höggnu móbergi. Kirkjan er hvítmáluð með bláa hvelfingu skreytta stjörnum og tekur 60 manns í sæti.

Arngrímur Gíslason, málari, sem dvaldi í Laxárdal um skeið, málaði altaristöfluna. Foreldrar hans bjuggu um tíma á Auðnum. Í turninum eru tvær klukkur með ramböldum. Nokkrum sinnum hefur verið gert við kirkjuna, síðast 1957, en hún er enn þá í bændaeign. Árið 1957 var kirkjan máluð að utan og innan og litaðar rúður settar í austurstafnglugga.

Áskell Jónsson, afabarn Jóns Jóakimssonar kirkjusmiðs, hefur staðið fyrir viðgerð og útvíkkun kirkjugarðsins. Garðurinn umhverfis hann var endurhlaðinn á árunum 2000-01 og stækkaður til norðurs, því að hann var næstum fullgrafinn. Til þessa verks fékkst styrkur úr kirkjugarðssjóði.

Á Þverá í Laxárdal er torfbær, sem Áskell ólst upp í. Þar eru líka merk útihús úr torfi og fjárhúsin frá  1850 og fjós, sem er áfast bæjarhúsunum, hafa verið gerð upp. Í Þjóðminjasafni hafa verið uppi hugmyndir um rekstur bús með gömlum vinnuaðferðum til að sýna ferðamönnum og komandi kynslóðum þennan hluta af menningararfi þjóðarinnar. Þverá er tilvalin til að gegna þessu hlutverki, því að þar er að finna heildstæðustu búsetuminjar, sem til eru á landinu. Í gamla torfbænum var Kaupfélag Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, stofnað árið 1882.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )