Þuríðarvatn er ofan byggða Vopnafjarðar. Það er 1,2 km², dýpst 10,8 m og 416 m yfir sjó. Þuríðará fellur frá því til Hofsár. Þjóðvegur 85 liggur meðfram því suðaustanverðu og umhverfið er mýrar og mólendi. Mikið er af vatnableikju, ½-5 punda, í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 591 km um Hvalfjarðargöng og 25 km frá Vopnafirði.