Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þúfnavellir

Þúfnavellir

Þúfnavellir eru á Víðidal í Staðarfjöllum, 320 m.y.s. austan ár, gengt Litla- Vatnsskarði. Gönguleiðin úr  frá þjóðvegi 1, um Strjúgsskarð, Laxárdal, Litla-Vatnsskarð, Víðidal og Hryggjadal niður í Tungu Gönguskörðum er um 27 km og var áður fjölfarin. Í Kálfárdal um Hryggjafjall sunnan, 24 km. Einnig má fara frá bænum Gautsdal í Laxárdal – 9,5 km. Að Gautsdal er ekið úr Langadal um Auðólfsstaðaskarð.
– Úr Trölla í Þúfnavelli eru um 9 km.

Fleiri leiðir er um að velja s.s. úr Sæmundarhlíð um Gyltuskarð, af Stóra-Vatnsskarði, sem er ágæt vetrarleið, auk fleiri leiða. Snjóþungt er yfirleitt á Þúfnavöllum á vetrum en veðursælt á sumrum. Úr Gönguskörðum er leiðin af vegi 745 fram Hryggjadal frá Tungu 14 km og er þá farin gamla leiðin um Kamba. Tæp fjárgata er þar og ekki fyrir lofthrædda. Um Kálfárdal má fara og þá um Dýjadal yfir Hryggjafjall sunnanvert og komið niður hjá Þverá, um 12 km.

Skálinn er ekki læstur, frekar en aðrir skálar FFS. Raflýsing frá sólarrafhlöðum, 15. apríl 2000.

Gott pláss er fyrir 6 manns í kojum og 6 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í læk 40 m frá skála. Sólpallur við skála.
GPS hnit: 65°38,330´N 19°49,480´W.
Heimild: Vefur FFS.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )