Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þóroddsstaðarkirkja

roddsstaðarkirkja er í Ljósavatns-prestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Þóroddsstaðir eru kirkjustaður     og bær í Köldukinn og prestssetur frá þjóðveldisöld til 1916. Síðasti prestur þar var Sigtryggur Guðlaugsson á árunum 1899-1905, sem síðan færði sig að Núpi í Dýrafirði.

Katólskar kirkjur á Þóroddsstöðum voru helgaðar Maríu guðsmóður og Nikulási erkibiskupi. Timburkirkjan, sem nú stendur er turnlaus og í norðlenzkum stíl, var byggð 1885. Klukknaport er í sáluhliði. Sveinungi Sveinungason málaði altaristöfluna með mynd af Kristi með kaleikinn. Prédikunarstóllinn er frá 1791, smíðaður af Ara Ólafssyni á Skútustöðum. Aðalgeir og Sigurður Halldórssynir á Stóru-Tjörnum gerðu skírnarsáinn 1970. Kirkjan var mjög illa farin 1984 og til stóð að rífa hana og byggja nýja.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )