Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þórishólmi

Þórishólmi er þrjá km sunnan Bíldseyjar og hann er áberandi frá Stykkishólmi. Hann er 22 m hár.

Þjóðsagan í bókum Jóns Árnasonar nefnir hann Þóruhólma. Hún fjallar um Jón Sigurðsson á Dældarkoti í Helgafellssveit, sem dró gjafvaxta mey upp á öngli, sem hafði krækzt undir belti hennar. Hún sagðist heita Þóra og vera sækona. Hún vildi komast aftur til heimkynna sinna en Jón leit hana hýru auga og vildi halda henni. Hún sættist á að vera með honum í þrjá vetur, ef hann sleppti henni aftur á sama miði. Þau stóðu bæði við sitt og þeim fæddist dóttir, sem hét Þórunn. Hún bjó síðar í Elliðaey og sat þar löngum á bergsillum og span í sjóinn. Silunga-Björn er sagður vera eitt barna hennar. Sagt er að Guðmundur skáld Bergþórsson, sem bjó á Arnarstapa í kringum 1700 hafi fengið margar skræður frá honum.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )