Þernuvatn er á sýslumörkum (N-Þing. og S-Múl.). Það er 0,35 km² og í 197 m hæð yfir sjó. Fossá fellur úr því til Þistilfjarðar. Þangað er ekki akfært, svo að ganga verður 6-7 km frá þjóðvegi. Skemmra er frá Krókavatni, en þangað er akfært. Mikið er af bleikju í vatninu, fremur smárri, en sæmilega góðri. Stangafjöldi er ekki takmarkaður. Netaveiði er ekki stunduð.
Vegalengdin frá Reykjavík er 650 km og 15 frá Þórshöfn.