Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sydradalsvatn

Veiði á Íslandi

Sydradalsvatn er í Hólshreppi, Bolungarvík. Hér er um mjög gott veiðivatn að ræða. Það er um 1 km2 að stærð og um þrjá metra fyrir ofan sjávarmál. Þangað gengur mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi. Mest veiði hefur fengist neðan við grasbala, næst bænum Hanhóli. Aðal veiðisvæðið hefur jafnan verið það, sem markast af bænum Miðdal og svokallaðri Selá, sem rennur í vatnið að suðaustan.
Veiði er heimil í öllu vatninu og meðfylgjandi not eru af nærliggjandi ám,
Gilsá og Tröllá.

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 22.

Veiði er heimil frá 1.apríl til 20. september. Einnig er hægt að stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Veiðivörður / umsjónarmaður:

Jóhann Hannibalsson, s: 456-7284
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 470 km.

Myndasafn

Í grend

Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina ...
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum Geiradalsá ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )