Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svínavatnskirkja

Svínavatnskirkja er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Svínavatn er bær og   kirkjustaður austanvert við suðurenda Svínavatns. Kirkur staðarins hafa ávallt verið í eigu bændanna og í katólskri tíð voru þær helgaðar Pétri postula. Svínavatnskirkja var útkirkja frá Auðkúlu svo langt, sem heimildir ná.

Norður af bænum var kirkja fyrrum. Haustið 1881 var byggð ný kirkja sunnan og ofan bæjar. Hún er úr timbri með turni og smásönglofti og tekur 90 manns í sæti. Hún var vígð 1882.

Friðrik Pétursson (1820-1882), faðir séra Friðriks Friðrikssonar (1868-1961), hins kunna æskulýðsleiðtoga, smíðaði kirkjuna. Séra Friðrik ólst upp á Svínavatni. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni á áttunda áratugi 20. aldar.

Altaristaflan er frá 1904 eftir danska málarann V.H. Vestergaard, sem var vinur séra Friðriks. Hún sýnir Pétur postula, þar sem hann var að sökkva á vatninu við hlið meistara sins. Þetta myndefni á altaristöflu er einsdæmi hérlendis. Söfnuðurinn tók við kirkjunni skömmu fyrir 1950.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )