Stóra-Dalskirkja er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Hún var byggð úr steinsteypu árið 1969 og tekur 100 manns í sæti. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula.
Sóknin var sérstakt prestakall til 1867, þegar enginn prestur fékkst til að þjóna þar. Síðan 1880 hefur Stóra-Dalskirkja verið útkirkja frá Holti.