Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stóra-Árskógskirkja

Stóra-Árskógskirkja er í Hríseyjarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Stóri-Árskógur er bær og   kirkjustaður á Árskógsströnd við vestanverðan Eyjafjörð. Þar var Jónskirkja í katólskum sið og prestssetur til 1884, þegar sóknin var sameinuð Völlum.
Stór og vegleg timburkirkja var vígð 1898, en hún skemmdist í fárviðri og skekktist á grunninum tveimur árum síðar. Ný 150 sæta, steinsteypt kirkja með turni, forkirkju og kór var byggð á árunum 1926-1927 og vígslan fór fram 6. júní.

Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins og Halldór Halldórsson, arkitekt frá Garðsvík, teiknuðu kirkjuna. Vigfús Kristjánsson í Stóra-Árskógi var yfirsmiður. Altaristaflan er tákn upprisunnar eftir Arngrím Gíslason, málara. Guðmundur Guðmundsson, bíldhöggvari, skar fagran umbúnað hennar.

Kirkjan á tvo skírnarsái, annan skáru Hannes og Kristján Vigfússynir í Stóra-Árskógi en hinn gerði Guðmundur Frímann skáldi og í honum er forn skírnarskál. Á turni kirkjunnar er ljóskross.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )