Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Steinsstaðir

Steinsstaðir eru eyðibýli í Tungusveit í Lýtingsstaðahreppi, sunnan og austan Reykja. Sveinn Pálsson  (1762-1840), læknir og náttúrufræðingur, fæddist þar.

Hann var iðinn við rannsóknir á náttúru Íslands og ritstörf og var læknir góður. Báðar greinar nam hann við háskólann í Kaupmannahöfn. Árið 1791 lauk hann prófi í náttúrufræði og ferðaðist um Ísland til 1795 á vegum Naturhistorie Selskabet í Danmörku. Hann varð læknir í austanverðu suðuramtinu 1799 og starfaði þar til 1833. Lengstum bjó hann í Suður-Vík í Mýrdal við nauman kost.. Embættið var erfitt vegna vegalengda og erfiðra ferðalaga. Ferðabók hans (1945) er mest ritverka hans. Þar eru ritgerðir og dagbækur áranna 1791-97.

Jarðhiti er við Steinsstaðalaug, þar sem Jón Kærnested (1798-36) kenndi fyrst sund árið 1822. Árin 1943-48 voru reist tvö nýbýli og heimavistargrunnskóli fyrir börn. Hann er orðinn að 8 bekkja heimanakstursskóla, Sundlaug úr plasti er við skólann. Steinsstaðabyggð stækkaði í tengslum við þessa starfsemi og heita vatnið er notað til húshitunar. Bókasafn og stór gróðurhús voru einnig byggð.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )