Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stafnes

Stafnes var höfuðból að fornu. Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum.

Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769. Voru landsetar af konungsjörðum suðvestanlands skyldugir til að róa á árabátum þaðan fyrir lítil laun. Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum. Básendar eru skammt sunnan við Stafnes. Nokkru sunnar er Þórshöfn lítið notuð enda Básendar skammt frá. Mörg skip hafa farizt á Stafnesskerjum. Árið 1928 fórst þar togarinn Jón forseti. Þá drukknuðu 15 skipverjar en 10 varð bjargað, Slys þetta varð ásamt öðrum kveikjan að stofnun Slysavarnarfélags Íslands. Töluverð selveiði var á Stafnesi fyrr á árum.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )