Staðarkirkja er í Bolungarvíkurprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Staður var prestssetur og kirkjustaður í Grunnavík í Jökulfjörðum.
Staðarprestakall var geysierfitt yfirferðar. Bænhús var og er í Furufirði og prestur þjónaði Unaðsdalssókn á Snæfjallaströnd í 10 ár. Kirkjan var byggð á síðari hluta 19. aldar.