Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Staðarkirkja í Aðalvik

Staðarkirkja er í Bolungarvíkurprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Staður er eyðibýli, fyrrum  og kirkjustaður í Aðalvík við Staðarvatn. Meðal presta þar í 16 ár var séra Snorri Björnsson (1710-1803), síðar á Húsafelli í Borgarfirði.

Hornstrendingar vildu glettast við prest og kanna galdrakunnáttu hans. Þeir fóru með löngu í líkkistu til kirkju og báðu Snorra að jarða þennan niðursetning að norðan, sem hefði sálast og þyrfti leg í kirkjugarði. Snorri gekk þögull og þungbúinn kringum kistuna og kvað:

Hér er komið kistuhró,
klambrað saman af ergi,
líkaminn er úr söltum sjó,
en sálina finn ég hvergi.

Hann bað komumenn að hverfa sem skjótast á brott og reyna ekki að glettast við sig framar, sem þeir gerðu ekki.

Myndasafn

Í grennd

Aðalvík á Hornströndum
Aðalvík er á Hornströndum, næst norðan við Ísafjarðardjúp, milli Rits og Straumness. Hún er 6-7 km breið en lítið eitt lengri. Fjöllin á báða bóga eru…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )