Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Staðarbakkakirkja

Staðarbakkakirkja Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staðarbakki er bær og kirkjustaður í  , næsti bær við Melstað, sem er einnig kirkjustaður. Staðarbakki var áður prestssetur en nú er þar útkirkja frá Melstað síðan 1907.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara. Timburkirkjan með turni og lofti og sætum fyrir 120 manns var byggð þar 1890 og vígð 16. nóvember sama ár.

Halldór Bjarnason frá Gröf í Borgarhreppi var kirkjusmiður. Altaristafla með Kristmynd eftir Eyjólf Eyfells prýðir kirkjuna. Talið er að Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum, hafi fæðzt á Staðarbakka.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )