Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Snjóölduvatn

Veiðivotn

Snjóölduvatn er syðsta vatnið og hið stærsta í 562 m hæð yfir sjó, 1,62 km² og dýpst 22 m. Rúmmál þess er 12,7 Gl, mesta lengd 2,1 km og mesta breidd 1,4 km. Úr því fellur kvísl í Tungná. Umhverfi vatnsins er gróðurvana. Austanvert, í skarði milli Snjóöldu og fjallgarðs, suður af Kvíslum, stendur stór drangur, sem heitir Tröllið eða Nátttröllið við Tungná. Nokkru fyrir norðan það fundust kofarústir 1936, líklega íverustaður.

Myndasafn

Í grennd

Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )