Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Snartarstaðakirkja

Snartarstaðakirkja er í Skinnastaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Snartarstaðir eru bær og  skammt frá Kópaskeri í Presthólahreppi. Kirkjan á Presthólum var lögð niður 1928 og ný 80-90 sæta sóknarkirkja, steinsteypt með turni, byggð á Snartarstöðum og vígð 5. marz 1929. Ingvar Jónasson var yfirsmiður. Ljóskross var settur á hana á 50 ára vígsluafmælinu.

Henni fylgdu ekki margir gripir úr Presthólakirkju en einn þeirra er sérkennilegur koparstjaki með ártalinu 1655 og silfurkaleikur og patina frá 18. öld. Sveinungi Sveinungason í Lóni málaði aflagða altaristöflu, sem er í kirkjunni.

Nokkrir munir skemmdust í jarðskjálftanum 13. janúar 1976 en kirkjuhúsið sjálft slapp. Öll Núpasveit á kirkjusókn til Snartarstaða auk Melrakkasléttu, allt að Blikalóni, en þar tekur Raufarhafnarsókn við.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )