Snæfellsskáli er við rætur hæsta staka fjalls landsins, Snæfells (1833m). Skálinn er opinn allt árið og á er varzla. Hann hýsir 65 manns í svefnpokaplássi. Úti eru salerni, gassturta og tjaldstæði.
Upphaflega var skálinn reistur 1970 og stækkaður 1979. Að honum liggur jeppavegur og nærri honum er flugbraut. Ganga á Snæfell tekur u.þ.b 3 klst.
GPS hnit: 64.48.250N 15.38.600W.
Heimild: Vefur FFF.