Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sleðbrjótskirkja

Sleðbrjótskirkja er í Eiðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Sleðbrjótur er fornt höfuðból í Jökulsárhlíð.  var þar á katólskum tímum, en ný steinkirkja var vígð þar 10. júlí 1927. Fimm bændur í Jökulsárhlíð tóku sig saman og byggðu hana. Kirkjusóknin var færð til hennar, en hún hafði áður legið undir Kirkjubæ í Hróarstungu.

Í kaþólskum sið voru þrjú bænhús í Hlíðinni og þar á meðal eitt á Sleðbrjót. Eftir að þau lögðust af átti Jökulsárhlíð kirkjusókn yfir Jökulsá að Kirkjubæ í Hróarstungu.

Samþykkt var árið 1920 að skipta Kirkjubæjarsókn í tvær sóknir. Kirkjubæjarsókn og Sleðbrjótssókn og eftir það var farið að huga að kirkjubyggingu á Sleðbrjót. Fimm bændur í Jökulsárhlíð tóku að sér að sjá um byggingu kirkjunnar árið 1926 og var hún vígð ári síðar.

Kirkjan sem er steinkirkja var byggð eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar en yfirsmiður við verkið var Guðjón Jónsson frá Freyshólum. Söfnuður Sleðbrjótssóknar hefur lagt alúð við umhirðu og viðhald kirkjunnar og var hún í vor máluð að innan af Snorra Guðvarðarsyni, kirkjumálara.

Sigurjón Jónsson, á Kirkjubæ var fyrsti prestur sem þjónaði Sleðbrjótssókn. Hann lét af störfum 1956. Eftir það þjónaði Einar Þór Þorsteinsson á Eiðum til 1999. Sóknarprestur var Jóhanna Sigmarsdóttir.

Jóhanna Sigmarsdóttir, sóknarprestur í Sleðabrjótskirkju
srjohanna@simnet.is

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )