Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skötufjörður

Skötufjörður er 16 km langur en þröngur. Hann gengur inn í Glámuhálendið milli Hvítaness og Skarðseyrar í Ögursveit. Inn af firðinum heitir Skötufjarðarheiði. Hún er svo há (550m) og bratt upp á hana úr Skötufirði og Mjóafirði, að það varð að leggja Djúpveginn fyrir Skötufjörðinn frá Hvítanesi allt út á Ögurnes að innan og eru það ekki undir 40 km.

Vegarstæðið er illt meginhluta leiðarinnar vegna brattleiðis í skriðurunnum hlíðum. Eyrarhlíð heitir að vestan, eftir eyðibýlinu Eyri, sem er þar á svolítilli undirlendisspildu við sjóinn, en Fossahlíð að norðan. Hún er stöllóttari en Eyrarhlíð en engu að síður hin versta yfirferðar. Við vestanverðan Skötufjörð voru 5 bæir, þar á meðal Borg í kjarrivöxnum fjarðarbotninum, en 7 bæir á norðurströndinni, 3 fyrir innan og 4 fyrir utan Fossahlíð.

Þessir bæir, sem eru allir í Ögurhreppi, eru nú í eyði, enda ræktunar og almenn búskaparskilyrði mjög slæm, nema Hvítanes, sem er yzt á nesinu milli Skötufjarðar og Hestfjarðar. Þaðan er mjög langt til næstu bæja í byggð, Uppsala og Eyrar í Seyðisfirði að utan en Ögurs að innan. Langt úti fyrir Hvítanesi er eyjan Vigur í byggð.

Hvítanes er nesið milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Þar var samnefnt prestsetur í Ögurþingum árin 1933-46 og lengi landsímastöð. Þarna lágu sóknarmörk milli Eyrarsóknar í Seyðisfirði og Ögursóknar og fyrrum mörk milli prófastdæma Norður- og Vestur-Ísafjarðarsýslna. Þarna eru sveitamörk milli Ögur- og Súðavíkurhreppa.

Myndasafn

Í grennd

Ögur
Bær og kirkjustaður í Ögurvík, milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar við Ísafjarðardjúp. Ögur er stórbýli. þar  var höfðingjasetur að fornu en mestur var…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )