Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skálmarnesmúlakirkja

Múlakirkja var alkirkja undir Skálmanesi. Kirknatal Páls Jónssonar minnist fyrst á hana og þá var hún  heilögum Lárentíusi. Líklega hefur prestsetrið verið að Skálmanesmúla, þótt ekki sé kunnugt um nema einn prest, Oddleif (1219). Sturlunga minnist einnig á hann. Líklega hefur sóknin snemma verið sett undir Flateyjarprestakall.

Allir bæir frá Svínanesi að Litlanesi greiddu tíund til Múlakirkju. Kirkjan átti hálfan Skálmardal, Selsker, Hamar, Hvítingseyjar, Urðir á Múlahlíð og Eiðshús í Kerlingarfirði. Kirkjan átti aðeins tvö ítök, í skógi í Selskerjalandi og skipauppsátur tolllaust í Oddbjarnarskeri. Það bendir til þess, að kirkjan hafi eihnvern tíma átt skip.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )