Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sjávarborgarkirkja

Sjávarborgarkirkja er í Sauðárkróks-prestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Sjávarborg er bær í  Sjávarborgarkirkja í Skagafirði. Þar var kirkjstaður a.m.k. frá 14. öld til 1892, þegar kirkjan var lögð af. Sóknin var sameinuð Fargranessókn með kirkju á Sauðárkróki.

Timburkirkjan á Sjávarborg var byggð 1853. Hún stóð áfram sem skemma og upp úr 1960 vaknaði áhugi heimamanna og sóknarprests fyrir því að endurreisa kirkjuna sem kapellu, sem stæði til minja um forna tíð og til helgihalds.

Þjóðminjasafnið tók kirkjuna á fornminjaskrá og stóð fyrir endurbyggingu hennar norðar á Borginni. Gunnar Bjarnason, húsasmiður, sá að mestu um það verk. Kirkjan var endurvígð 1983. Hún er 8,1 m á lengd og 3,8 m á breidd. Hæð undir bita er 1,9 m. Hún er sex stafgólf.

Kirkjan var fyrrum í bændaeign og því voru flestir gripir hennar seldir, þegar hún var aflögð. Nú er í henni altaristafla frá Melum í Melasveit og prédikunarstóll frá Stað í Grindavík.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )