Selvogur er lítil sveit yzt á nesinu austan Herdísarvíkur. Þar er lítið gróið og lending var þar erfið en samt var þar allmikil byggð og útræði á veturna. Strandarkirkja stendur við Engilsvík og þar er líka viti. Vogsósar voru löngum prestsetur, þar til brauðið lagðist af 1907. Í landi Torfabæjar var (er) lítið kaffihús (T-bær) og tjaldstæði.