Selvallavatn er í Helgafellssveit. Það er í 62 m hæð yfir sjó, 0,85 km². Fossá rennur í það austanvert og smálækir í það sunnanvert. Ekkert afrennsli ofanjarðar. Í þurrkatíð getur lækkað í vatninu um 1½ m. Mikið er af fiski í vatninu, bæði urriði og bleikja, sem veiðist mest af.
Urriðinn er vænn, 3-6 pund. Oft gangan torfur af smábleikju (1 pund) meðfram hrauninu á kvöldin. Netaveiðar hafa ekki verið stundaðar lengi. Mjög er friðsælt og fagurt við vatnið. Góður akvegur er alla leið að vatninu
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 198 km.