Seljavallalaug er útisundlaug í dalnum innan og austan við bæinn Seljavelli undir Austur-Eyjafjöllum. Þar er jarðhiti, sem var nýttur til byggingar laugarinnar árið 1923. Ungmennafélag sveitarinnar byggði hana við klettavegg, þar sem heitt vatn sytrar út úr berginu. Báðir endar hennar og önnur langhliðin er steinsteypt. Hún var endurnýjuð nýlega eftir að hafa verið dæmd heilsuspillandi. Laugin er 25 m löng. Þarna var minni laug. Ný laug var gerð nær byggð í kringum 1990 og hin gamla var látin halda sér. Frá nýju lauginni er u.þ.b. hálftíma gangur að hinni gömlu.