Selfljót er í Hjaltastaðahreppi með upptök sín á Vestdalsheiði, Helluvatni og fleiri smávötnum á . Selfljót er dragá um 40 km löng og lengst af rennur það lyngt á sandbotni. Grösugt er með ánni og aðgengi hið bezta.
Sjógengin og allvænn silungur er í fljótinu, bæði bleikja og urriði og einstaka lax hefur látið glepjast af beitu veiðimanna.