Selárdalur er næstvestastur Ketildala í Arnarfirði. Í dalnum er bær sem heitir líka Selárdalur og var eitt af höfuðbólum Vestfjarða.
Selárdalur er um 24 km. frá Bíldudal.
Selárdalsprestakall var áður fyrr talið með betri prestaköllum landsins, með því að Stóra-Laugardalssókn sem náði yfir allan Tálknafjörð var annexía frá Selárdal. Einn af Selárdalsprestum varð síðar biskup, en það var Gísli Jónsson, sem var prestur í Selárdal frá 1547-1557. Séra Gísli varð biskup í Skálholti eftir Marteinn biskup Einarsson.
Frægir ábúendur í Selárdal eru t.d. Bárður svarti Atlason (afi Hrafns Sveinbjarnarsonar), Páll Björnsson, Gísli á Uppsölum, Hannibal Valdimarsson og Samúel Jónsson, sem kallaður hefur verið listamaðurinn með barnshjartað. Síðasti bærinn, Neðribær, fór í eyði 2010.
Þar fæddist Jón Þorláksson á Bægisá.
Jón Þorláksson (3. mars 1877 – 20. mars 1935) var landsverkfræðingur, kaupmaður í Reykjavík, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra,
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: