Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Saurbæjarkirkja

Saurbæjarkirkja Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Saurbær er bær og kirkjustaður í   Saurbæjarhreppi, innstu sveit Eyjafjarðar.

Heimildir eru um kirkjur að Saurbæ á öldum áður og á katólskum tímum voru þær helgaðar heilagri Cecilíu og heilögum Nikulási. Prestar eru nafngreindir á 14. öld.

Sagnir segja frá klaustri í Saurbæ í nokkra áratugi um og eftir 1200, en þær eru byggðar á óljósum og takmörkuðum heimildum. Katólskar kirkjur í Saurbæ voru helgaðar heilögum Nikulási og Ceciliu mey.

Árið 1907 var Saurbæjarprestakall sameinað Grundarþingum en prestur sat þar samt til 1931. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna landsins og stærst hinna upprunalegu. Séra Einar Thorlacius (1790-1870) lét reisa hana 1858. Hún rúmar 60 manns í sæti og yfirsmiður var Ólafur Briem. Hún er friðlýst og í umsjá Þjóðminjasafnsins.

Steinsteyptur kjallari undir norðausturhorni kirkjunnar var gerður 1959-1960. Árið 2003 var kirkjan endurbyggð.

Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara stendur rétt neðan við Saurbæ og þar er góð aðstaða fyrir ferðafólk, kaffiveitingar og salerni, auk þess sem safnið er einstaklega skemmtilegt og smekklega uppsett.

Nánari upplýsingar má fá hjá safnverði.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )