Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri. Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri kirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.

Eyjólfur Runólfsson, bóndi í Saurbæ lét byggja nýju kirkjuna. Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723. Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )