Sauðleysuvatn er stuttan spöl vestan skálanna við Landmannahelli, þar sem er hægt að kaupa veiðileyfi, rætur Sauðleysna norðanverðra. Það er í 581 m hæð yfir sjó og umgirt fjórum, gróðurlausum móbergsfjöllum. Það sést ekki frá Landmannaleið (Dómadalsleið) og þangað er ekki akfært, svo að ganga verður smáspöl að vatninu. Veiðin er að mestu smábleikja en sumir krækja í stóra fiska.
Veiðileyfið gildir fyrir öll vötnin
að Fjallabaki: