Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðeyjar

Sauðeyjar, í norðvesturhluta Vestureyja, eru hinar einu þeirra, sem heyrðu ekki til Flateyjarhreppi. Ingjaldur Sauðeyjargoði er nefndur í Laxdælu. Síðan er lítið vitað um byggð í Sauðeyjum fram undir aldamótin 1700. Líklega var búið í Sauðeyjum alla 18. og 19. öld og allt fram til 1930. Það var ekki auðvelt vegna skorts á vatsbóli og lending var erfið.

Eggert Ólafsson bjó þar um tíma um miðja 18. öld, áður en hann fluttist til Hergilseyjar. Heimaeyjan og næstu úteyjar liggja í réttan hálfhring líkt og barmur sokkins eldgígs, u.þ.b. ½ km í þvermál og opnast til austurs. Heimaeyjan er á norðurendanum og stærsta úteyjan, Þórisey á suðurendanum.

Aðrar úteyjar eru m.a. Háey og Skarfey en Kiðhómar eru lengra til vesturs. Norðaustan heimaeyjarinnar eru m.a. Rauðsdalshólmar og Æðarsker. Byggðin og túnið á heimaeyjunni var á vesturenda hennar og lendingin niður undan gamla bæjarstæðinu á sunnanverðri eyjunni. Sauðeyjar fóru fyrstar Vestureyja í eyði, ef Stagley er undanskilin. Vatnsleysið mun aðallega hafa valdið því. Stundum varð að flytja kýr til lands vegna þess eða flytja vatn úr landi til heimilisnota. Bændur í Haga hafa nýtt Sauðeyjar síðan þær eyddust.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )