Sauðanesvatn er í Sauðaneshreppi í N.-Þingeyjarsýslu. Það er 0,18 km², 2-3 m djúpt og í 3 m hæð yfir sjó. Gunnlaugsá rennur í það og úr því Litliós út í sjó. Gott er að komast að vatninu, því það er við bæjarvegginn á stórbýlinu Sauðanesi. Flugvöllur er skammt norðan þess. Bleikjan og urriðinn úr vatninu er mjög góður fiskur og sjógenginn. Stangafjöldi er ekki takmarkaður. Ekki er vitað til að netaveiði sé stunduð í vatninu. Vegalengdin er 8 km frá Þórshöfn.