Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sandvatn

urridi

Sandvatn er í Tunguhreppi í N.-Múlasýslu. Það er 2,6 km², grunnt og í 569 m hæð yfir sjó. Sandá rennur   í það úr Álftavatni alllangt uppi á heiði. Rangá fellur úr því til Lagarfljóts. Hún er með bestu silungsám Austurlands. Vegasamband er ekkert við vatnið og gönguleið nokkuð löng.

Vatnið er á Bótarheiði, sem er nokkuð há og gróðurlítil. Nokkuð væn bleikja er í vatninu. Seiðum var sleppt í vatnið fyrir alllöngu síðan án þess að menn vissu, hvort þar væri fiskur fyrir. Stangafjöldi er ekki takmarkaður.

Vegalengdin frá Reykjavík er 671 km um Hvalfjarðargöng og 15 km frá Egilsstöðum (innifalin 6 km gönguleið).

Myndasafn

Í grennd

Austurland kort
Kort af Austurlandi Austurland kort nánar. Maps East Iceland:Vopnafjordur & Borgarf…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )