Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sandaþorp

hvalfjordur

Leifar braggahverfisins í löndum Mið- og Litla-Sands, sem reis í síðari heimsstyrjöldinni (Bretar og Bandaríkjamenn), og mannvirki, sem risu síðar, aðallega í tengslum við Hvalstöðina, fékk nafnið Sandaþorp í munni manna. Ofan þess eru olíutankar, sem íslenzk fyrirtæki nýttu sér að lokinni styrjöldinni. Vestan byggðarinnar eru eldsneytistankar Atlantshafsbandalagsins fyrir kafbáta og sérstök bryggja fyrir þá.
Á flatlendinu austan þorpsins er talið, að Hvalstrendingar og Botnverjar hafi keppt í knattleik, sem leiddi til dauða 6 Hvalstrendinga (Harðarsaga).

Jarðirnar Mið- og Litli-Sandur voru teknar eignarnámi í upphafi stríðsins og ábúendum vísað brott. Meðal þeirra var gömul ekkja, sem fór mjög nauðug og lagði svo á, að enginn mætti búa þarna lengur en 10 ár. Í landi Litla-Sands er einnig álagabrekka, sem mátti ekki slá eða hreyfa við og varð báðum stórveldunum ofurefli (Jörð í álögum). Í Jörð í álögum segir einnig frá draug úr Harðarsögu, sem stríddi þeim.

Til skamms tíma var þarna veitinga- og benzínsala, sem var lokað. Slíka þjónustu er enn þá að hafa í Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, þar sem áhugaverðar myndir frá stríðsárunum hanga á veggjum.

Opinberlega var hvalveiðum í vísindaskyni hætt árið 1989, þannig að braggahverfið hefur ekki verið nýtt fyrir starfsfólk Hvalstöðvarinnar síðan. Engu að síður hefur húsnæðinu verið haldið við á meðan beðið hefur verið eftir leyfi stjórnvalda til hvalveiða á ný (leyfi til veiða 38 hrefna var gefið út 1. október 2003). Alls staðar á landinu hefur minjum frá síðari heimsstyrjöldinni verið eytt eða þær grotnað niður, þannig að hvergi er að finna jafnmiklar og heillegar minjar og þær, sem standa enn þá í Sandaþorpi.

Þann 21. júní 2023 átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð.

Myndasafn

Í grennd

Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )