Sámstaðir eru þrír bæir í Fljótshlíð (Vestur-, Mið- og Austur-). Árið 1927 keypti Búnaðarfélag Íslands þessi býli og nýtti þau til tilrauna í jarðrækt og stofnfræræktar íslenzkra túngrasa. Klemenz Kr. Kristjánsson (1895-1980) var fyrsti tilraunastjórinn. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur nú umsjón með þessu starfi og stundar að auki tilraunir með áburð o.fl.