Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rostungur

Fyrrum var aðeins einn stofn rostunga í heiminum. Hann þróaðist í mismunandi áttir vegna langs  rostungur aðskilnaðar. Ein tegundir er Atlantshafstegundin (O.r. rosmarus), sem finns beggja vegna Grænlands, í vesturísnum milli Grænlands og Kanada og líka í austurísnum frá Grænlandi til Barentshafs. Önnur tegund heldur sig meðfram íshafsströnd Alaska, Austur-Síberíu og í Beringssundi. Fyrrnefnda tegundin var tíður flækingur við strendur Íslands fram á 19. öld, aðallega á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og sunnanverðum Faxaflóa.

Í marz 1983 kom rostungur í Rifshöfn á Snæfellsnesi og aftur á tíunda áratugnum. Rostungurinn er auðþekkjanlegur á skögultönnunum, sem hann notar til að plægja skeljar af hafsbotni og brjóta þær.

Hann notar þær líka til að hífa sig upp úr sjó og til að mjáka sér áfram. Rostungstennur hafa verið kallaðar fílabein norðursins og inúítar nota þær núorðið einkum til skrautmunagerðar með útskurði. Urturnar geta orðið 3 m langar og 900 kg en brimlarnir 3,8 m og allt að 1500 kg.

Myndasafn

Í grennd

Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )