Reyniskirkja er í Víkurprestskalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Árið 1929 var ákveðið að byggja kirkju í Vík prestssetrið flutt þangað 1932 frá Reyni. Kirkjan á Reyni hefur verið færð nokkuð frá staðnum og í gamla kirkjugarðinum er legstaður Sveins Pálssonar, læknis.
Reynir er landnámsjörð undir Reynisfjalli í Mýrdal. Þar var prestssetur Reynisþinga og útkirkja var að Höfðabrekku. Reynis- og Sólheimaþing voru sameinuð 1880 og kölluð Mýrdalsþing.