Reykjakirkja í Tungusveit er í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Reykir eru fornt höfuðból og kirkjustaður í Tungusveit í Lýtingsstaðahreppi.
Vegna mikils jarðhita er kirkjugarðurinn þar vera eini heiti grafreiturinn í heiminum. Timburkirkjan á staðnum var byggð 1896 og er upphituð. Hún var endurbyggð og vígð 1976. Hún var friðuð 1. janúar 1990.