Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjadalsá og Eyvindarlækur

Reykjadalsá fellur í Vestmannsvatn og Eyvindarlækur úr því og til Laxár í Aðaldal. Báðar eru góðar  laxveiðiár og gefa yfirleitt vel yfir 200 laxa á sumri hvor um sig. Stundum fer sumaraflinn í á þriðja hundrað fiska en mest 657 laxar 1978.

Núverandi leigutaki leggur mesta áherslu á silungsveiðina og hefur sett reglur um að sleppa skuli öllum laxi. Mun það að líkindum verða þeim stofni að liði. Leyfð er veiði á 6 stangir í senn. Veiðisvæðið tekur til bæði Eyvindarlækjar og Reykjadalsár.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )