Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rauðavatn

Rauðavatn í Reykjavík

Rauðavatn er í jökuldæld austan Seláss. Áhugamannafélag um skógrækt var stofnað árið 1901 og keypti svæði úr landi Grafarholts austan vatnsins. Tilraunir til skógræktar þar brugðust vonum manna og var hætt. Skógræktarfélag Íslands tók við resktrinum og árið 1946 Skógræktarfélag Reykjavíkur. Nokkrir sumarbústaðir standa við vatnið. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar árið 1982 gerði ráð fyrir íbúðabyggð við vatnið en að loknum sveitarstjórnakosningum sama ár var hætt við þessa fyrirætlan. Ástæðan var ekki sízt aðvörun jarðfræðinga um sprungubelti á þessu svæði. Árið 2005 hófst íbúðabyggð á svokölluðu Norðlingaholtssvæði, milli Rauðavatns og Elliðavatns, þannig að byggð færist æ nær vötnunum.

Gott stígakerfi liggur um skóginn við Rauðavatn og hringinn í kringum vatnið. Svæðið er mikið nýtt allan ársins hring til göngu og útreiða og á veturnar má oft sjá fólk á skautum og í skíðagöngu.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Rauðhólar
Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru r…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )