Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Patreksfjarðarkirkja

Patreksfjarðarkirkja er í Patreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Kirkja var ekki á  fyrr en á 20. öld, en bænhús var á Geiteyri í katólskri tíð. Eyrarbúar áttu sókn til Sauðlauksdals þar til kirkja var byggð á Eyrum 1907.

Prestakallið var stofnað 1907 og náði til Eyrar og Laugardals. Kirkjan var vígð á hvítasunnudag 19. maí. Hún stendur á Geirseyri í miðjum bæ og blasir við af sjó og landi. Kirkjuhúsið er úr steinsteypu en turninn úr timbri. Sigurður Magnússon, héraðslæknir, gerði uppdrátt að kirkjunni og prestur hefur setið á Patreksfirði síðan 1909. Erró gerði myndirnar, sem prýða predikunarstólinn, árið 1957 á 50 ára afmæli kirkjunnar. Eftirgerð af mynd Carl Bloch, „Eitt er nauðsynlegt”, er altaristafla kirkjunnar.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )