Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Otradalskirkja

Otradalskirkja er í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Otradalur var prestssetur og kirkjustaður áður en sóknin var flutt til Bíldudals 1906. Presturinn flutti ekki fyrr en 1914.

Eyjólfur grái, sem drap Gísla Súrsson við Einhamar, átti þar heima á söguöld. Áður en Gísli féll, hafði hann drepið fimm af liði hans og síðar dóu þrír af sárum. Enn sér fyrir fornum tóttum í Otradal.

Séra Jón Teitsson (1718-81; Hólabiskup) var prestur í Otradal. Hann bauð eitt sinn nágrannaprestinum séra Þorláki Guðmundssyni (1711-1773) að messa og taka heimaprest og fólk hans til altaris. Séra Jón hellti séra Þorlák fullan fyrir messu, svo allt fór í handaskolum hjá honum. Hann var dæmdur frá kjóli og kalli 1749 af þessum sökum. Séra Jón hafði ásælzt brauð séra Þorláks, Selárdal, en fékk það samt ekki. Sonur séra Þorláks, séra Jón Þorláksson, var þá þegar fæddur (1744-1819) í Selárdal.

Myndasafn

Í grennd

Bíldudalur
Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merk…
Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )